Erlent

Time segir bin Laden enn á lífi en fárveikan

MYND/AP

Franskir og sádiarabískir leyniþjónustumenn og stjórnmálamenn hafa keppst við að neita fréttum um að Osama bin Laden sé látinn eftir að lítið þekkt franskt dagblað hafði þær fréttir eftir franskri leyniskýrslu í gær. Nú hefur nýútkomið tölublað bandaríska tímaritsins Time eftir sádiarabískum heimildum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst lífshættulegur.

Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að menn í hæstu stöðum trúi sögunni ekki og telji fremur að hún sé "kenning sádiarabískra leyniþjónustumanna sem ekki hafi í höndunum nein sönnunargögn máli sínu til stuðnings."

Engu að síður hefur blaðið sem kom út í morgun, eftir Sádi-Araba sem að sögn blaðsins "er háttsettur í Washington", að höfuðpaur al-Kaída, sem talinn er vera í felum í fjallahéruðum Pakistans, sé alvarlega veikur. "Þetta eru ekki orðin tóm," hefur blaðið eftir Sádi-Arabanum ónafngreinda. "Hann er mjög veikur. Hann þjáist af sjúkdómi sem berst á milli með óhreinu vatni sem gæti dregið hann til dauða." Þetta segist maðurinn hafa eftir fjölmörgum vísbendingum en viðurkennir þó að hafa ekki skotheld sönnunargögn um að bin Laden sé dáinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×