Lífið

Gefur 70 milljónir

Hjónin Jada Pinkett og Will eru ekki búin að gleyma listaskólanum í Baltimore.
Hjónin Jada Pinkett og Will eru ekki búin að gleyma listaskólanum í Baltimore.

Leikkonan Jada Pinkett Smith hefur gefið eina milljón dollara, eða tæpar sjötíu milljónir króna, til listaskóla í Baltimore þar sem hún stundaði nám á sínum yngri árum.

Vonast hún jafnframt til að nýtt leikhús skólans verði tileinkað rapparanum Tupac Shakur sem var skotinn til bana fyrir tíu árum. Jada Pinkett og Tupac voru góðir vinir þegar þau gengu í skólann og vildi hún minnast hans á þennan hátt.

„Það skiptir miklu máli þegar þú ert kennari og frægasti nemandinn þinn snýr aftur til að gefa pening,“ sagði Donald Hicken, yfirmaður leiklistardeildarinnar. „Það hefur mikið að segja fyrir samfélagið að skólinn skiptir máli í lífi fólks.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.