Lífið

Papparassar lentu í slag

Mel B á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.
Mel B á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.

Deilur kryddpíunnar fyrrverandi Mel B og leikarans Eddies Murphy eru það sjóðheitar í Hollywood um þessar mundir að aðrar deilur hafa kviknað í kjölfarið. Mel B var stödd á veitingastað síðastliðinn föstudag, en þar svifu á hana tveir papparassa-ljósmyndarar, sem á endanum fóru að deila um hvor þeirra ætti rétt á umræddu svæði.

„Þú ert í mínu hverfi núna,“ sagði annar ljósmyndaranna áður en hann réðst á hinn og átti Mel fótum fjör að launa, en hún var snögg að koma sér í bíl sinn og bruna af stað. En Mel B á von á barni með Eddie Murphy sem kveðst ekki eiga barnið og vill að Mel fari í DNA-próf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.