Innlent

Vatnsleki í íbúðarblokk í Kópavogi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr á tíunda tímanum í kvöld vegna bilunar í heitavatnskrana í íbúðarblokk í Ástúni. Nokkuð mikið af heitu vatni hafði leikið úr einni íbúðinni og niður um þrjár hæðir en greiðlega gekk að stöðva lekann þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn. Einn íbúi brenndist lítillega þegar hann reyndi að stöðva lekann en hann kom sér sjálfur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×