Lífið

Sameinaðir í nýjum þætti

Benni Karate Verður nú kallaður Benni Marzípan.
Benni Karate Verður nú kallaður Benni Marzípan.

Það var bara kominn tími til að við tækjum höndum saman, segir Benedikt Reynisson um samstarf sitt og Árna Þórs Jónssonar í útvarpsþættinum Marzípan sem fer í loftið á Rás 2 annað kvöld. Stjórnendurnir eru tónlistar­áhugafólki að góðu kunnir fyrir útvarpsþætti sem þeir hafa áður stjórnað. Benni hefur stjórnað Karate á ýmsum stöðvum, síðast á XFM, síðast­liðin þrjú og hálft ár. Árni hefur stjórnað Sýrðum rjóma með hléum síðan 1993 þegar þátturinn hóf göngu sína á Útrás.

Óhætt er að segja að báðir stjórnendur nýja þáttarins séu þekktir fyrir að kynna hlustendum glænýja og ferska tónlist í útvarpsþáttum sínum. Þó þeir félagar séu kunnastir fyrir áhuga sinn á indí-tónlist segir Benni að þeir ætli ekki að binda sig við neina eina tónlistarstefnu í Marzípan. Við reynum bara að spila það sem er nýtt og ferskt. Við spilum alveg hvað sem er, svo lengi sem það sé áhugavert. Svo er náttúrlega ýmislegt sem ég fíla meira en hann og öfugt. Þetta ætti því að verða ansi fjölbreytt, segir Benni en þeir munu skiptast á að stjórna þættinum. Fyrsti þáttur Marzípan fer í loftið á Rás 2 annað kvöld, eftir tíufréttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.