Lífið

Lof og prís í Danmörku

Hallgrímur Helgason Danskur gagnrýnandi segir Höfund Íslands ríflega hundrað sinnum betri en 101 Reykjavík.
Hallgrímur Helgason Danskur gagnrýnandi segir Höfund Íslands ríflega hundrað sinnum betri en 101 Reykjavík.

Einn bókmenntagagnrýnenda danska dagblaðsins Politiken lofsöng rithöfundurinn Hallgrím Helgason í grein sem birtist síðastliðinn laugardag. Gagnrýnandinn May Schack segir um skáldsöguna Höfund Íslands að í skrifum Hallgríms búi gríðarlegur lífskraftur. Enn fremur segir hún Hallgrím ná að fanga aðalpersónu verksins með kaldhæðni sem hittir beint í mark. Skáldsagan kom fyrst út hérlendis árið 2001 og hlaut Hallgrímur Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana.

May veltir þó fyrir sér hvaða viðtökur þessi sú lýsing á þjóðskáldinu Laxness hafi fengið hér á landi og virðist óttast að hún hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Aðalpersóna skáldsögunnar ber sterk líkindi til Nóbelsskáldsins sem virðist á köflum vera staddur í eigin höfundarverki.

Hallgrímur er helst þekktur fyrir skáldsöguna 101 Reykjavík í Danaveldi, en May segir í gagnrýni sinni Höfund Íslands vera 101 sinni betri. -sun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.