Lífið

Ekkert brúðkaup hjá Kate í bili

Kate og Pete
Vandræðin virðast elta þau hvert sem þau fara.
Kate og Pete Vandræðin virðast elta þau hvert sem þau fara.

Fyrirsætan Kate Moss er stödd á Balí um þessar mundir þar sem fyrirhugað var að hún og rokkarinn Pete Doherty gengju í það heilaga.

Ekki virðist þó ætla að verða úr þeim áformum þar sem Doherty var handtekinn í London á föstudaginn með eiturlyf í fórum sínum og var sendur í tveggja vikna meðferð. Lögfræðingar Moss hafa gert allt sem þeir geta til að reyna að fá Doherty lausan og er fyrirsætan víst í öngum sínum vegna þessa enda var búið að skipuleggja brúðkaupið sem á að vera falleg íhugandi athöfn með ljóðalestri og tilheyrandi.

Kate og Pete hafa verið sundur og saman í nokkur ár en virðast nú vera búin að finna hamingjuna á ný á leiðinni í það heilaga. Það er að segja ef Doherty getur haldið sig frá fangelsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.