Lífið

Baltasar náði ekki að skora

knattspyrnukappinn knái Baltasar Kormákur náði aðeins að leika tvo leiki með Neista frá Hofsósi í sumar. Hann kom inn á sem varamaður í eina sigurleik liðsins – í 2-1 sigri gegn Snæfelli.
knattspyrnukappinn knái Baltasar Kormákur náði aðeins að leika tvo leiki með Neista frá Hofsósi í sumar. Hann kom inn á sem varamaður í eina sigurleik liðsins – í 2-1 sigri gegn Snæfelli.

Baltasar Kormákur náði ekki að skora mark fyrir Neista á Hofsósi í sumar, eins og hann ætlaði sér, en síðasta umferð 3. deildar karla í knattspyrnu var leikin um helgina. Baltasar hefur þrjú síðustu ár leikið með liði Neista og þegar Fréttablaðið ræddi við hann fyrr í sumar var hann staðráðinn í því að skora mark. Það tókst hins vegar ekki.

"Ég spilaði ekki einn einasta leik eftir að ég talaði við ykkur síðast. Ég gat því miður ekki spilað þar sem ég hef verið upptekinn við vinnu vegna myndarinnar," sagði Baltasar í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að leggja lokahönd á kvikmyndina Mýrina sem frumsýnd verður innan skamms.

eista frá Hofsósi gekk ekki sem skyldi í C-riðli 3. deildar karla í sumar. Liðið vann einn leik, gerði tvö jafntefli og tapaði tólf. Markatala liðsins var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir – skoraði 10 mörk en fékk 71 á sig.

Baltasar telur þó ekki að gengi liðsins hefði verið betra ef hann hefði leikið með því. "Það hefði engu breytt þó að ég hefði verið með. Annars er þetta ágætis árangur hjá liðinu og ætli við höfum ekki verið sigurvegar í öllum leikjum sumarsins miðað við mannfjölda," segir Baltasar en aðeins um 170 manns búa á Hofsósi.

Baltasar, sem fór frá Breiðabliki til Neista á frjálsum samningi í júlí 2003, náði aðeins að leika tvo leiki með Neista í sumar.

Mark Duffield hefur verið samherji Baltasar hjá Neista en hann setti nýtt met á laugardaginn var þegar hann lék 400. deildarleik sinn á Íslandsmótinu í knattspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.