Lífið

Keyrir um undir merkjum kóngsins

Birgir Ómar Haraldsson
segir Björgvin mega kaupa númerið fyrir rétt verð.
Birgir Ómar Haraldsson segir Björgvin mega kaupa númerið fyrir rétt verð.

Glæsilegur BMW jeppi með einkanúmerinu Bó H vakti athygli vegfarenda á dögunum, og lá beinast við að þar færi kóngurinn Björgvin Halldórs sjálfur.

Annað kom þó á daginn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til stórsöngvarans. „Ég er enginn jeppamaður og á ekkert einkanúmer," sagði Björgvin. „Þetta er örugglega einhver sem er að villa á sér heimildir," bætti hann við.

Björgvin sagðist þó ekkert hafa á móti uppátækinu, en sjálfur væri hann fullkomlega sáttur við venjulega skráningarnúmerið sitt. „Ég myndi taka þetta alla leið ef ég færi að fá mér einkanúmer," sagði Björgvin, en vildi þó ekki gefa upp hvað það gæti verið.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það er Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Kópavogs, sem keyrir um undir merkjum kóngsins, en hann hefur haft einkanúmerið í dágóðan tíma. Birgir kvaðst ekki vera að villa á sér heimildir, enda BÓH upphafsstafir hans.

„Ég hugsaði ekkert út í þetta þegar ég pantaði númerið en það er mikið búið að spyrja mig út í þetta þetta," sagði Birgir. Hann sagði númerið þó vera falt, ef Björgvin hefði áhuga á því. „Það gæti alveg komið til greina, ef hann býður rétt verð," bætti hann við.

Björgvin sagðist hvorki hafa jeppa né einkanúmer í sinni eigu.


.
Jeppi af þessari tegund geysist um götur borgarinnar með númerið Bó H, en farartækið tilheyrir alls ekki Bó Hall.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.