Lífið

Á leið í steininn?

Nicole Ritchie gæti þurft að dúsa í grjótinu.
Nicole Ritchie gæti þurft að dúsa í grjótinu.

Dekurdrósin Nicole Ritchie á yfir höfði sér fimm daga fangelsisvist, verði hún sakfelld fyrir ölvunarakstur. Nicole var kærð fyrir að keyra ölvuð nú fyrir skemmstu, en hún hafði áður verið handtekin fyrir það sama árið 2002.

Samkvæmt lögum Kaliforníu þarf hún að sitja inni í fimm daga og fara á AA-fundi, ásamt því að missa ökuleyfið í ár, ef brot sem þetta er endurtekið. Nicole hefur þegar viðurkennt fyrir lögreglunni að hún hafi verið undir áhrifum verkjalyfja og kannabisefna þegar hún var stöðvuð, svo að málin líta ekki vel út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.