Innlent

Ekkert aðhafst vegna máls gegn SHH

MYND/E.Ól

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta eins og óskað var eftir í erindi til stofnunarinnar.

Erindið var frá félaginu Hröðum höndum sem sinnir túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta en það vildi að samkeppnisyfirvöld skæru úr um það hvort rekstur samskiptamiðstöðvarinnar uppfyllti samkeppnislög.

Fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins að í niðurstöðu þess komi meðal annars fram að um hlutverk Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sé kveðið á um með ítarlegum hætti í lögum og reglum settum með stoð í þeim. Eitt lögbundinna hlutverka samskiptamiðstöðvarinnar sé að annast táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta og ekki sé um að ræða rekstur í frjálsri samkeppni.

Af þessum sökum taldi Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að grípa til aðgerða í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×