Innlent

Keyrði á ljósastaur

Mynd/Heiða

Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, missti stjórn á jeppa sínum í Árbæjarhverfi í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Við það féll staurinn ofan á strætóskýli, en svo vel vildi til að þar var enginn þá stundina. Við höggið meiddist ökumaðurinn, en þó ekki alvarlega, og voru stafsmenn Orkuveitunnar kallaðir út til að aftengja staurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×