Erlent

Mörg hundruð þúsund manns yfirgefa heimili sín

MYND/AP

Meira en 600 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín á suðurströnd Kína í morgun vegna fellibylsins Chanchu sem búist er við að gangi þar á land í dag.

Fellibylurinn hefur farið vaxandi undan ströndum landsins undanfarna daga en bylurinn er sá öflugasti sem hefur geisað á Suður-Kínahafi á þessum árstíma. Hann þokast nú að ströndum Guandong-kantónu í Kína á um 25 kílómetra hraða en vindhraði í miðju stormsins er tæplega 160 km/klst.

Nokkur flugfélög hafa fellt niður fyrirhugað flug til og frá svæðinu og tugþúsundir skipa hafa verið kallaðar til hafnar. 37 manns biðu bana þegar fellibylurinn gekk yfir Filippseyjar fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×