Vatnslitað af listfengi 1. júlí 2006 09:00 Á sumarsýningu Listasafns ASÍ eru vatnslitamyndir í fyrirrúmi Myndlistarmennirnir Hafsteinn Austmann, Kristín Þorkelsdóttir, Daði Guðbjörnsson og Eiríkur Smith. Sumarsýning Listasafns ASÍ er helguð vatnslitamyndum en verk fjögurra listamanna sem spanna þrjár kynslóðir íslenskrar listasögu verða til sýnis. Einnig er fengur í sjaldséðum vatnslitaverkum listamannins Svavars Guðnasonar sem gestir sýningarinnar fá einnig notið í sumar. Listamennirnir fjórir eiga það sameiginlegt að hafa fengist við vatnslitamálun um áratugaskeið og náð talsverðum árangri í glímunni við þennan vandmeðfarna miðil. Verk þeirra Eiríks Smith, Hafsteins Austmann, Kristínar Þorkelsdóttur og Daða Guðbjörnssonar eru að sönnu ólík en sýningin í heild veitir innsýn í möguleika miðilsins og þróun hans. Daði Guðbjörnsson kveðst mjög ánægður með félagsskapinn og áréttar að kollegarnir sem sýna með honum í safninu séu "alveg toppurinn" meðal vatnslitamálaranna. "Þegar maður er kominn á miðjan aldur er líka voða gaman að fá að vera litla barnið í hópnum," segir hann kíminn. Verkin eftir Daða eru öll unnin á nýliðnum vetri. "Það sem er óvenjulegt við þessa sýningu er að verkin eru öll af hafinu - þetta eru sjómyndir," segir Daði en hafið hefur verið honum hugleikið lengi þótt hann hafi ekki bundið sig sérstaklega við það mótíf í list sinni. "Ég hef alltaf málað töluvert af myndum af hafinu og siglandi bátum og þessi stíll minn nýtur sín mjög vel í bylgjuhreyfingum." Eiríkur Smith sýnir óhlutbundin verk sem skírskota til náttúrunnar en í þeim eru "eindregnar láréttar og lóðréttar áherslur, kannski ávæningur af láréttri jarðskorpu eða sjóndeildarhring" svo vitnað sé til ummæla um sýninguna. Vatnslitamyndir Hafsteins Austmann eru sagðar gæddar óvenju næmri tilfinningu fyrir núinu þar sem listamaðurinn gerir tilraunir með byggingu, hreyfingu og liti. Í umsögn um verk Kristínar er þess getið að þar megi finna sjaldgæfa virðingu fyrir rými og skilning á því að "þögn eða andrúm séu jafn máttug til miðlunar eins og flæði og hljóð". Verk Svavars Guðnasonar á sumarsýningunni eru óhlutbundnar, ljóðrænar vatnslitamyndir sem ekkja listamannins, Ásta Eiríksdóttir, ánafnaði Listasafni ASÍ en þær myndir hafa sjaldan verið sýndar. Svavar var einn helsti brautryðjandi abstraktlistarinnar á Íslandi og segir Daði vatnslitamyndirnar vera mjög flottar og sérstakar og telur mikinn feng í sýningu þeirra nú. Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag og stendur til 13. ágúst en Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17, aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Sumarsýning Listasafns ASÍ er helguð vatnslitamyndum en verk fjögurra listamanna sem spanna þrjár kynslóðir íslenskrar listasögu verða til sýnis. Einnig er fengur í sjaldséðum vatnslitaverkum listamannins Svavars Guðnasonar sem gestir sýningarinnar fá einnig notið í sumar. Listamennirnir fjórir eiga það sameiginlegt að hafa fengist við vatnslitamálun um áratugaskeið og náð talsverðum árangri í glímunni við þennan vandmeðfarna miðil. Verk þeirra Eiríks Smith, Hafsteins Austmann, Kristínar Þorkelsdóttur og Daða Guðbjörnssonar eru að sönnu ólík en sýningin í heild veitir innsýn í möguleika miðilsins og þróun hans. Daði Guðbjörnsson kveðst mjög ánægður með félagsskapinn og áréttar að kollegarnir sem sýna með honum í safninu séu "alveg toppurinn" meðal vatnslitamálaranna. "Þegar maður er kominn á miðjan aldur er líka voða gaman að fá að vera litla barnið í hópnum," segir hann kíminn. Verkin eftir Daða eru öll unnin á nýliðnum vetri. "Það sem er óvenjulegt við þessa sýningu er að verkin eru öll af hafinu - þetta eru sjómyndir," segir Daði en hafið hefur verið honum hugleikið lengi þótt hann hafi ekki bundið sig sérstaklega við það mótíf í list sinni. "Ég hef alltaf málað töluvert af myndum af hafinu og siglandi bátum og þessi stíll minn nýtur sín mjög vel í bylgjuhreyfingum." Eiríkur Smith sýnir óhlutbundin verk sem skírskota til náttúrunnar en í þeim eru "eindregnar láréttar og lóðréttar áherslur, kannski ávæningur af láréttri jarðskorpu eða sjóndeildarhring" svo vitnað sé til ummæla um sýninguna. Vatnslitamyndir Hafsteins Austmann eru sagðar gæddar óvenju næmri tilfinningu fyrir núinu þar sem listamaðurinn gerir tilraunir með byggingu, hreyfingu og liti. Í umsögn um verk Kristínar er þess getið að þar megi finna sjaldgæfa virðingu fyrir rými og skilning á því að "þögn eða andrúm séu jafn máttug til miðlunar eins og flæði og hljóð". Verk Svavars Guðnasonar á sumarsýningunni eru óhlutbundnar, ljóðrænar vatnslitamyndir sem ekkja listamannins, Ásta Eiríksdóttir, ánafnaði Listasafni ASÍ en þær myndir hafa sjaldan verið sýndar. Svavar var einn helsti brautryðjandi abstraktlistarinnar á Íslandi og segir Daði vatnslitamyndirnar vera mjög flottar og sérstakar og telur mikinn feng í sýningu þeirra nú. Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag og stendur til 13. ágúst en Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17, aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira