Innlent

Allir í haldi lögreglunnar

MYND/Hari

Þriðji maðurinn sem grunaður er um líkamsárás í Heiðmörk um helgina er nú í haldi lögreglunnar í Kópavogi. Hann gaf sig fram nú fyrir stundu. Hinir tveir gáfu sig fram fyrr í dag.

Allir mennirnir eru innan við tvítugt og hafa áður komið við sögu lögreglunnar. Ungu mennirnir þrír eru grunaðir um að hafa numið mann á brott af heimili hans í Garðabæ á laugardagskvöldið og misþyrmt honum uppi í Heiðmörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×