Innlent

Þjóðmálafundur NFS í Hafnarfirði í kvöld

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og oddviti Samfylkingarinnar þar.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og oddviti Samfylkingarinnar þar. MYND/E.Ól.

Sjöundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu, vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Hafnarfirði í kvöld. Þar er Samfylkingin með hreinan meirihluta eftir síðustu kosningar, en kl. 17 í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því.

Kannanir á öðrum stöðum sýna að víða verði verulegar breytingar á fulltrúafjölda flokkanna. Meirihlutinn virðist til dæmis vera fallinn á Akureyri, í Árborg og á Ísafirði. Framsóknarflokkurinn er víða á miklu undanhaldi nema í Fjarðabyggð, þar sem han sækir á.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð söuglegum hæðum í Reykjanesbæ og sömuleiðis á Selfossi, eða í Árborg og Vinstri grænir eru víða í sókn, ýmist á kostnað ýmissa utanflokka framboða eða framsóknarflokksins. Þá tapar Samfylkingin fylgi á Akranesi, í Árborg, og í Reykjanesbæ, með framsóknarflokknum, en vinnur vinnur töluvert á , á Akureyri.

Staðan í Hafnarfilrði skýrist væntanelga á þjóðmálafundinum í kvöld og eftir hann verða aðeins tveir fundir eftir í þessau fundafrðalagi NFS, eða í Kópavogi Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×