Erlent

30 ára fangelsisvist fyrir að hafa ætlað að myrða George Bush

MYND/AP

Ahmud Omar Abu Ali, 25 ára maður frá Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa ætlað að myrða George Bush Bandaríkjaforseta með aðstoð al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar fóru fram á lífstíðar fangelsisdóm en dómaranum þótti 30 ár vera næg refsing þar sem Ali hafði ekki orðið neinum að bana. Ali gekkst við því að hafa rætt við háttsetta al-Qaeda-liða um að myrða Bandaríkjaforseta en sagðist hafa verið þvingaður til játningar af lögreglumönnum sem hefðu pyntað hann í Sádí-Arabíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×