Erlent

Enginn mun njóta friðhelgi

Enginn mun njóta friðhelgi sem ákærður hefur verið fyrir að fremja voðaverk fyrir herforingjastjórn Augusto Pinochet á árunum 1973-1990. Frá þessu greindi Michelle Bachelet, forseti Chile við vígsluathöfn minnisvarða um fórnarlömb Pinochet stjórnarinnar í gær. Fjölskylda Bachelet var pyntuð af liðsmönnum Pinochet og sjálf var hún fangelsuð og pyntuð en tókst að flýja land. Talið er að stjórnin hafi myrt um þrjú þúsund manns í valdatíð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×