Erlent

Fá 30 daga frest

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið stefni ekki á að verða kjarnorkuríki. Íranar segja það rétt þjóðarinnar að framleiða úran og segjast ekki hræðast hótanir Vesturvelda

Stórveldin fimm, Kína, Frakkland, Bretland, Bandaríkin og Rússlands, sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa komist að samkomulagi um breytingar á orðalagi ályktunarinnar að kröfu Kínverja og Rússa, en samkvæmt henni er þess krafist að Íranar falli frá þeim hluta kjarnorkuáætlunarinnar sem geri þeim kleift að smíða kjarnorkuvopn en Íranar hafa að undanförnu margfaldað framleiðslu á eldflaugum sem borið geta kjarnaodda. Það hefur ekki minnkað grunsemdir Vesturlandaþjóða um vilja Írana til vopnaframleiðslu. Íranar halda þó áfram að hamra á rétti sínum til auðgunar á úrani. Það sé vilji almennings í landinu. Þeir hafi þó engan áhuga á kjarnaorkuvopnaframleiðslu. Því eiga Vesturlandaþjóðir erfitt með að trúa og margoft sagt það ekki koma til greina að láta undan kröfum Írana. Þá hafa Bandaríkjamenn jafnvel sagst ekki útiloka árásir á landið. Íranar hafa þó lofað að verði ráðist á landið, verði það gerendum dýrt. Utanríkisráðherrar stórveldanna fimm ætla að hittast ásamt utanríkisráðherra Þýskalands í Berlín í dag til að samræma stefnu sína gagnvart kjarnorkuáætlunum Írana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×