Innlent

Búið að dæla um 45 þúsund lítrum af olíu

Unnið að dælingu á strandstað.
Unnið að dælingu á strandstað. MYND/Ellert

Búið er að dæla um fjörtíu og fimm þúsund lítrum af olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Kristján Geirsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun segir dælingu hafa gengið vel en hún hófst um fjögur leytið í nótt. Nú er verið að dæla úr tveimur svartolíutönkum sem eru ofarlega í skipinu en í þeim voru um 60 tonn af olíu.

Eftir á svo að dæla olíunni úr botntönkum skipsins. Hluti olíunnar úr botntönkunum er kominn upp í lestina bæði vegna þrýstings sjávar um rifur á botntönkunum og einnig vegna þess að eitthvað hefur lekið úr þeim í sjóinn. Upphaflega voru um 70 tonn af olíu í þessum tönkum en ekki er hægt að vita hversu mikið er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×