Innlent

Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri

Rjúfa þurfti gat á millivegg til að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð á milli þilja.
Rjúfa þurfti gat á millivegg til að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð á milli þilja. MYND/Guðmundur

Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri á níunda tímanum í morgun. Eftir að reykkarfarar frá slökkviliðinu á Akureyri höfðu farið inn í húsið kom í ljós að eldurinn var á salerni og tókst að slökkva hann fljótt.

Rjúfa þurfti gat á millivegg til að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð á milli þilja. Reykræsta þurfti efri hæðina en rekja má upptök eldsins til rafmagnshandþurrku á salerni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×