Innlent

Líðan mannsins stöðug

Eldurinn braust út á vélaverkstæði á fimmta tímanum.
Eldurinn braust út á vélaverkstæði á fimmta tímanum. MYND/Stefán Jakobsson

Flytja þurfti karlmann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir bruna á verkstæði í Mývatnssveit. Líðan mannsins er stöðug og er hann með meðvitund. Búið er að slökkva eldinn.

Eldurinn braust út á vélaverkstæði á fimmta tímanum en eldvarnarveggur kom í veg fyrir að hann næði að breiðast yfir í trésmíðaverkstæð sem er í sama húsi. Gaskútar og olíutankar, sem voru á verkstæðinu, sprungu og varð húsið fljótt alelda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×