Innlent

Áttatíu prósent þjóðarinnar jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs

MYND/Vilhelm

Tæplega 80 prósent landsmanna eru jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs samkvæmt könnun sem Capacent gerði á dögunum. Þar kemur einnig fram að innan við fjögur prósent aðspurðra eru neikvæð í garð sjóðsins.

Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að niðurstöðurnar séu í takt við sambærilega könnun sem gerð var meðal þeirra sem keyptu sér fasteign á tímabilinu júlí til loka október á þessu ári. Meðal þerra voru tæp 76 prósent jákvæð gagnvart Íbúðalánasjóði. Hins vegar voru 7 prósent fasteignakaupenda neikvæð gagnvart sjóðnum, en margir af þeim kvörtuðu undan of lágu hámarksláni sjóðsins og takmörkununum vegna brunabótamats sem hefti eðlilegar lánveitingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×