Hugsanlega stærsta flóð í hálfa öld 20. desember 2006 12:59 Átta íbúðarhús eru innlyksa í Auðsholti og Hvítáin beljar allt um kring. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti í Hrunamannahreppi, segir fólkið vant vatnavöxtum en þetta gæti verið stærsta flóð síðan foreldrar hans fluttu að Auðsholti, fyrir 50 árum síðan. Og það rignir enn og vatnsborðið hækkar. Flestum hestum var bjargað upp á hólinn sem bæirnir standa á þegar sást í hvað stefndi í gærkvöldi. Þrátt fyrir það eru um 100 hestar innlyksa á hólum í kringum bæinn og eru björgunarsveitir á leið að bjarga þeim. "Það er bara allt á kafi," er það fyrsta sem Steinar sagði þegar Fréttastofa hringdi í hann. Það munar enn um einum og hálfum metra að vatnsyfirborðið nái lægstu íbúðar- og útihúsum en farið er að flæða inn í dæluhús sem sér bæjunum fyrir heitu og köldu kranavatni. Þegar Steinar er spurður hvort enn sé rennandi vatn í húsunum hlær hann við og segir að enginn skortur sé á rennandi vatni á svæðinu, það sé eitt sem ekki vanti.Húsin standa uppi á hól alveg á bakka Hvítár. Steinar segir jakaburð hafa verið mikinn í nótt og rúllur hafi flotið niður með flóðinu. Hann býst fastlega við því að girðingar séu að miklu leyti farnar. Eins býst hann við að talsverðar skemmdir komi í ljós þegar vatnið réni.Vegurinn að Auðsholti varð ófær í gærkvöldi, síðasti bíll sem fór um veginn um hálftólf var á 44 tommu dekkjum en þrátt fyrir það var hann í vandræðum. "Bílstjórinn hafði höndina út um gluggann og gat gutlað í vatninu með puttunum."Steinar segir samt að ekki væsi um fólkið á Auðsholti, þar sé enn rafmagn, rennandi vatn í krönum og allt til alls. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Átta íbúðarhús eru innlyksa í Auðsholti og Hvítáin beljar allt um kring. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti í Hrunamannahreppi, segir fólkið vant vatnavöxtum en þetta gæti verið stærsta flóð síðan foreldrar hans fluttu að Auðsholti, fyrir 50 árum síðan. Og það rignir enn og vatnsborðið hækkar. Flestum hestum var bjargað upp á hólinn sem bæirnir standa á þegar sást í hvað stefndi í gærkvöldi. Þrátt fyrir það eru um 100 hestar innlyksa á hólum í kringum bæinn og eru björgunarsveitir á leið að bjarga þeim. "Það er bara allt á kafi," er það fyrsta sem Steinar sagði þegar Fréttastofa hringdi í hann. Það munar enn um einum og hálfum metra að vatnsyfirborðið nái lægstu íbúðar- og útihúsum en farið er að flæða inn í dæluhús sem sér bæjunum fyrir heitu og köldu kranavatni. Þegar Steinar er spurður hvort enn sé rennandi vatn í húsunum hlær hann við og segir að enginn skortur sé á rennandi vatni á svæðinu, það sé eitt sem ekki vanti.Húsin standa uppi á hól alveg á bakka Hvítár. Steinar segir jakaburð hafa verið mikinn í nótt og rúllur hafi flotið niður með flóðinu. Hann býst fastlega við því að girðingar séu að miklu leyti farnar. Eins býst hann við að talsverðar skemmdir komi í ljós þegar vatnið réni.Vegurinn að Auðsholti varð ófær í gærkvöldi, síðasti bíll sem fór um veginn um hálftólf var á 44 tommu dekkjum en þrátt fyrir það var hann í vandræðum. "Bílstjórinn hafði höndina út um gluggann og gat gutlað í vatninu með puttunum."Steinar segir samt að ekki væsi um fólkið á Auðsholti, þar sé enn rafmagn, rennandi vatn í krönum og allt til alls.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira