Hugsanlega stærsta flóð í hálfa öld 20. desember 2006 12:59 Átta íbúðarhús eru innlyksa í Auðsholti og Hvítáin beljar allt um kring. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti í Hrunamannahreppi, segir fólkið vant vatnavöxtum en þetta gæti verið stærsta flóð síðan foreldrar hans fluttu að Auðsholti, fyrir 50 árum síðan. Og það rignir enn og vatnsborðið hækkar. Flestum hestum var bjargað upp á hólinn sem bæirnir standa á þegar sást í hvað stefndi í gærkvöldi. Þrátt fyrir það eru um 100 hestar innlyksa á hólum í kringum bæinn og eru björgunarsveitir á leið að bjarga þeim. "Það er bara allt á kafi," er það fyrsta sem Steinar sagði þegar Fréttastofa hringdi í hann. Það munar enn um einum og hálfum metra að vatnsyfirborðið nái lægstu íbúðar- og útihúsum en farið er að flæða inn í dæluhús sem sér bæjunum fyrir heitu og köldu kranavatni. Þegar Steinar er spurður hvort enn sé rennandi vatn í húsunum hlær hann við og segir að enginn skortur sé á rennandi vatni á svæðinu, það sé eitt sem ekki vanti.Húsin standa uppi á hól alveg á bakka Hvítár. Steinar segir jakaburð hafa verið mikinn í nótt og rúllur hafi flotið niður með flóðinu. Hann býst fastlega við því að girðingar séu að miklu leyti farnar. Eins býst hann við að talsverðar skemmdir komi í ljós þegar vatnið réni.Vegurinn að Auðsholti varð ófær í gærkvöldi, síðasti bíll sem fór um veginn um hálftólf var á 44 tommu dekkjum en þrátt fyrir það var hann í vandræðum. "Bílstjórinn hafði höndina út um gluggann og gat gutlað í vatninu með puttunum."Steinar segir samt að ekki væsi um fólkið á Auðsholti, þar sé enn rafmagn, rennandi vatn í krönum og allt til alls. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Átta íbúðarhús eru innlyksa í Auðsholti og Hvítáin beljar allt um kring. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti í Hrunamannahreppi, segir fólkið vant vatnavöxtum en þetta gæti verið stærsta flóð síðan foreldrar hans fluttu að Auðsholti, fyrir 50 árum síðan. Og það rignir enn og vatnsborðið hækkar. Flestum hestum var bjargað upp á hólinn sem bæirnir standa á þegar sást í hvað stefndi í gærkvöldi. Þrátt fyrir það eru um 100 hestar innlyksa á hólum í kringum bæinn og eru björgunarsveitir á leið að bjarga þeim. "Það er bara allt á kafi," er það fyrsta sem Steinar sagði þegar Fréttastofa hringdi í hann. Það munar enn um einum og hálfum metra að vatnsyfirborðið nái lægstu íbúðar- og útihúsum en farið er að flæða inn í dæluhús sem sér bæjunum fyrir heitu og köldu kranavatni. Þegar Steinar er spurður hvort enn sé rennandi vatn í húsunum hlær hann við og segir að enginn skortur sé á rennandi vatni á svæðinu, það sé eitt sem ekki vanti.Húsin standa uppi á hól alveg á bakka Hvítár. Steinar segir jakaburð hafa verið mikinn í nótt og rúllur hafi flotið niður með flóðinu. Hann býst fastlega við því að girðingar séu að miklu leyti farnar. Eins býst hann við að talsverðar skemmdir komi í ljós þegar vatnið réni.Vegurinn að Auðsholti varð ófær í gærkvöldi, síðasti bíll sem fór um veginn um hálftólf var á 44 tommu dekkjum en þrátt fyrir það var hann í vandræðum. "Bílstjórinn hafði höndina út um gluggann og gat gutlað í vatninu með puttunum."Steinar segir samt að ekki væsi um fólkið á Auðsholti, þar sé enn rafmagn, rennandi vatn í krönum og allt til alls.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira