Innlent

Stjórnarkreppa hugsanleg í Danmörku

Anders Fogh Rasmussen er forsætisráðherra Dana.
Anders Fogh Rasmussen er forsætisráðherra Dana. MYND/AP

Stjórnarkreppa gæti verið í aðsigi í Danmörku. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra segist hafa reynt að halda Lars Barfoed inni sem ráðherra en sá sagði af sér í gærkvöldi eftir að Danski þjóðarflokkurinn dró til baka stuðning sinn við hann. Rasmussen hvatti þó alla til stillingar.

Stjórnmálaskýrendur í Danmörku segja að Þjóðarflokkurinn hafi kallað yfir sig stríð í stjórnarsamstarfinu. Það séu ekki einungis samflokksmenn Barfoeds í Íhaldsflokknum sem taki upp hanskann fyrir ráðherrann fyrrverandi sem kvaddi drottninguna formlega í dag, heldur sé forsætisráðherrann, fyrir hönd síns flokks Venstre, líka búinn að lýsa yfir andúð sinni á framkomu Þjóðarflokksins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×