Innlent

Ríkið sýknað af kröfu um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds

Maðurinn vildi fá ellefu milljónir króna í bætur fyrir að hafa setið saklaus í gæsluvarðhaldi.
Maðurinn vildi fá ellefu milljónir króna í bætur fyrir að hafa setið saklaus í gæsluvarðhaldi. MYND/Stefán

Íslenska ríkið var í dag í Hæstarétti Íslands sýknað af kröfum manns um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í. Maðurinn krafðist þess að fá ellefu milljónir króna í bætur þar sem hann hafi saklaus verið látinn sæta gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar 2004 til 27. febrúar sama ár.

Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum eftir að tíu kíló af hassi fundust í póstsendingu sem maðurinn tók á móti. Ríkissaksóknari ákvað í september árið 2005 að láta málið falla niður þar sem ekki þóttu nægar sannanir til að ákæra manninn.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×