Innlent

Gamall fiskibátur strandar við bryggjuhverfið í Garðabæ

Fyrrverandi fiskibáturinn Stormur, slitnaði upp af bólfæri sínu út af Kópavogshöfn í storminum upp úr miðnætti og rak stjórnlaust undan ríkjandi vindi enda mannlaus. Hann rak inn á Arnarvoginn og strandaði loks undan nýja bryggjuhverfinu í Garðabæ. Þar lá hann á hliðinni í morgun en starfsmenn Kópavogshafnar ætla að reyna að bjarga bátnum á flot við fyrsta tækifæri.

Ekki liggur fyrir hvort hann hefur brotnað við strandið. Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 kemst næst stendur til að gera bátinn upp í líkingu við hvalaskoðunarbátana á Húsavík enda er hann af svipaðri stærð og þeir og gamalt aflaskip eins og þeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×