Innlent

Nonnabátarnir á floti

Nonnabátarnir eru kærkominn biti í hádeginu jafnt sem síðla nætur.
Nonnabátarnir eru kærkominn biti í hádeginu jafnt sem síðla nætur. MYND/Valgarður Gíslason

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna heitavatnsleka að Hafnarstræti 9, í nýju húsnæði veitingasölunnar Nonnabita. Að sögn starfsfólks Nonnabita brustu nýlagðar pípur í kjallaranum og flæddi mikið á stuttum tíma og má búast við talsverðum skemmdum. Með skjótum vinnubrögðum næst hins vegar að opna strax í dag á nýja staðnum.

Starfsfólk Nonnabita vonast hins vegar til að fall verði fararheill og vonast til að opna sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×