Innlent

Kveikt á Ólsóartrénu á Austurvelli á sunnudag

Mynd af´Austurvelli frá því í fyrra.
Mynd af´Austurvelli frá því í fyrra.

Kveikt verður á ljósunum á Ólsóartrénu á Austurvelli á sunnudaginn kemur klukkan 16. Athöfnin er löngu orðinn árviss viðburður enda rúm hálf öld síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð í ár er rúmlega 12 metra hátt og var höggvið í Finnerud í Sørkedalen fyrir utan Osló.

Dagskráin á Austurvelli hefst klukkan 15.30 þar sem Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög og í kjölfarið tekur Dómkórinn við og flytur þrjú lög áður en Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, færir borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf.

Eftir að borgarstjóri hefur tekið við trénu fær hinn 11 ára norsk-íslenski Jóel Einar Halldórsson þann heiður að kveikja ljósin á trénu góða. Eins og áður koma góðir gestir í heimsókn en það eru jólasveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Skyrgámur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×