Innlent

Breytingatillögurnar um RÚV breyta litlu

Gervihnattadiskur við útvarpshúsið í Efstaleiti.
Gervihnattadiskur við útvarpshúsið í Efstaleiti. MYND/Gunnar V. Andrésson

Svonefndar breytingatillögur á auglýsingasölu Ríkisútvarpsins, eftir að það verður gert að opinberu hlutafélagi, virðast fela í sér óbreytt ástand frá því sem nú er.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í menntamálanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum, sem lauk seint í gærkvöldi, breytingatillögur á frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf, gegn atkvæðum minnihluta í nefndinni, sem taldi frumvarpið ekki fullrætt í nefndinni. Samkvæmt tilögunni, verður RÚV óheimilt að selja auglýsingar til birtingar á netinu, en það hefur ekki verið gert til þessa. Einnig að svonefndir kostunarsamningar verði ekki hærra hlutfall af auglýsingatekjum en nú er, en það er nú um tíu prósent, eða u.þ.b.100 milljónir króna. Þar með var fallið frá hugmyndum um að takmarka auglýsingatíma RÚV við ákveðinn mínútufjölda á dag og að RÚV hætti að selja svonefnda kostun.

Í stuttu máli þýðir þetta óbreytt ástand, og að RÚV megi ekki hasla sér völl á nýjum vettvangi, eins og netinu.Stjónvöld leggja áherslu á að koma málinu í gengum Alþingi fyrir jólaleyfi, sem áætlað er að hefjist áttunda desember, en miðað við fyrri umæðu um málið má búast við að margir stjórnarandstöðuþingmenn muni tjá sig um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×