Innlent

Fréttir Stöðvar 2 fá nýtt útlit og lengjast

Starfsmenn Fréttastofu Stöðvar 2 undirbúa nýtt útlit
Starfsmenn Fréttastofu Stöðvar 2 undirbúa nýtt útlit MYND/HT

Í dag verða breytingar hjá sjónvarpsfréttastofu 365 miðla. Tekið verður upp upprunalega heitið Fréttastofa Stöðvar 2 og samfara því fær fréttastofan og öll umgjörð fréttaútsendingarinnar - sem og Ísland í dag og Ísland í bítið - nýja og gerbreytta ásýnd. Fréttastef hafa líka verið endurunnin.

Fréttatími Stöðvar 2 lengist á þessum tímamótum og hefst frá og með deginum í dag kl. 18.18 með ítarlegum fréttum af veðri og íþróttum og kynningu á því sem í boði verður í Íslandi í dag. Aðalfréttatíminn hefst eftir sem áður kl. 18.30. Fréttatímar á Bylgjunni verða óbreyttir. En stillið á Stöð 2 í kvöld og sjáið og heyrið breytingarnar, sem fréttafólkið hér er að leggja síðustu hönd á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×