Körfubolti

Grindavík og KR á toppnum

mynd/anton brink

Grindvíkingar og KR-ingar sitja á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins, en Snæfell og Njarðvík eiga leik til góða og geta komist upp að hlið þeirra með sigri í næsta leik. KR ingar unnu auðveldan sigur á ÍR í Seljaskóla 81-66 og Grindavík lagði Tindastól á Sauðárkróki 101-82. Þá vann Þór í Þorlákshöfn góðan sigur á Fjölni 97-95.

Tyson Patterson var atkvæðamestur KR-inga í sigrinum á ÍR og var nálægt því að ná þrefaldri tvennu, annan leikinn í röð, með 17 stigum, 13 fráköstum og 8 stoðsendingum. Fannar Ólafsson skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Nate Brown var stigahæstur hjá ÍR með 17 stig en hitti vægast sagt afleitlega úr skotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×