Körfubolti

Páll Axel stigahæsti Íslendingurinn

Páll Axel er hér í baráttu við Haukamanninn Marel Guðlaugsson, en þeir voru áður samherjar í liði Grindavíkur
Páll Axel er hér í baráttu við Haukamanninn Marel Guðlaugsson, en þeir voru áður samherjar í liði Grindavíkur

Tim Ellis hjá Keflavík er stigahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar leiknar hafa verið sex umferðir, en hann skorar að meðaltali 29,3 stig í leik. Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 21,7 stig í leik.

Lamar Karim hjá Tindastóli er næst stigahæsti leikmaður deildarinnar með 25,5 stig að meðaltali og Damon Bailey hjá Þór hefur skorað 23,7 stig í leik. Þetta kemur fram á vef KKÍ í dag og hér fyrir neðan má sjá lista yfir stigahæstu menn deildarinnar til þessa, en hann miðast við lágmark 5 leiki spilaða eða 90 stig skoruð.

1. Tim Ellis Keflavík 29,3

2. Lamar Karim Tindastóll 25,5

3. Damon Bailey Þór Þ. 23,7

4. Steven Thomas Grindavík 21,8

5. Páll Axel Vilbergsson Grindavík 21,7

6. Jovan Zdravevski Skallagrímur 20,2

7. Jeb Ivey Njarðvík 19,8

8. Kevin Smith Haukar 19,7

9. Darrell Flake Skallagrímur 19

9. Jeremiah Sola KR 19

11. Tyson Patterson KR 18,8

12. Roni Leimu Haukar 17,2

13. Nemanja Sovic Fjölnir 16,7

14. Steve Parillon Tindastóll 16,3

15. Magni Hafsteinsson Snæfell 16,0

16. Robert Hodgson Þór Þ. 15,7

17. Þorleifur Ólafsson Grindavík 15,5

18. Patrick Oliver Fjölnir 15,2

19. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 15,0

19. Níels Páll Dungal Fjölnir 15,0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×