Ríkið eignast Landsvirkjun að fullu 1. nóvember 2006 18:51 Landsvirkjun verður að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins frá næstu áramótum, samkvæmt samningi sem var undirritaður í dag. Ríkissjóður greiðir Reykjavíkurborg um 27 milljarða króna og Akureyrarbæ um þrjá komma þrjá milljarða króna fyrir eignarhlut þeirra í fyrirtækinu. Ráðherrar segja að ekkert liggi fyrir um einkavæðingu Landsvirkjunar. Landsvirkjun er í þessum samningum metin á 60,5 milljarða króna en fyrirtækið er eigandi að öllum stærstu vatnsaflvirkjunum hérlendis og framleiðir yfir 80 prósent af allri raforku í landinu. Landsvirkjun var upphaflega stofnuð árið 1965 þegar ráðist var í gerð Búrfellsvirkjunar en Reykjavíkurborg lagði þá Sogsvirkjanir inn sem sitt stofnfé. Akureyrarbær kom inn sem eigandi árið 1983 og lagði þá Laxárvirkjun með sér. Undirritun samninganna í dag markar því þáttaskil en þeir eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis, borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar. Aðeins um tíundi hluti kaupverðs verður greiddur þann 1. janúar næstkomandi. Eftirstöðvarnar verða greiddar með skuldabréfum til 28 ára og renna til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna sveitarfélaganna tveggja. Iðnaðarráðherra og borgarstjóri sögðu báðir að meginástæða sölunnar væri gjörbreytt umhverfi á raforkumarkaði. Það gengi ekki í samkeppnisumhverfi að Reykjavíkurborg sem aðaleigandi Orkuveitu Reykjavíkur væri jafnframt stór eignaraðili að Landsvirkjun. Margir munu álykta að hér sé verið að stíga fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu Landsvirkjunar. Þeir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins sögðu þó báðir í dag að ekki lægi annað fyrir en að Landsvirkjun yrði áfram sameignarfélag í eigu ríkisins. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Landsvirkjun verður að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins frá næstu áramótum, samkvæmt samningi sem var undirritaður í dag. Ríkissjóður greiðir Reykjavíkurborg um 27 milljarða króna og Akureyrarbæ um þrjá komma þrjá milljarða króna fyrir eignarhlut þeirra í fyrirtækinu. Ráðherrar segja að ekkert liggi fyrir um einkavæðingu Landsvirkjunar. Landsvirkjun er í þessum samningum metin á 60,5 milljarða króna en fyrirtækið er eigandi að öllum stærstu vatnsaflvirkjunum hérlendis og framleiðir yfir 80 prósent af allri raforku í landinu. Landsvirkjun var upphaflega stofnuð árið 1965 þegar ráðist var í gerð Búrfellsvirkjunar en Reykjavíkurborg lagði þá Sogsvirkjanir inn sem sitt stofnfé. Akureyrarbær kom inn sem eigandi árið 1983 og lagði þá Laxárvirkjun með sér. Undirritun samninganna í dag markar því þáttaskil en þeir eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis, borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar. Aðeins um tíundi hluti kaupverðs verður greiddur þann 1. janúar næstkomandi. Eftirstöðvarnar verða greiddar með skuldabréfum til 28 ára og renna til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna sveitarfélaganna tveggja. Iðnaðarráðherra og borgarstjóri sögðu báðir að meginástæða sölunnar væri gjörbreytt umhverfi á raforkumarkaði. Það gengi ekki í samkeppnisumhverfi að Reykjavíkurborg sem aðaleigandi Orkuveitu Reykjavíkur væri jafnframt stór eignaraðili að Landsvirkjun. Margir munu álykta að hér sé verið að stíga fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu Landsvirkjunar. Þeir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins sögðu þó báðir í dag að ekki lægi annað fyrir en að Landsvirkjun yrði áfram sameignarfélag í eigu ríkisins.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira