Innlent

Eldri borgarar í Reykjavík ósáttir við hækkun gjalda

Eldri borgarar í fínu formi á 20 ára afmælishátíð Íþróttafélags aldraðra.
Eldri borgarar í fínu formi á 20 ára afmælishátíð Íþróttafélags aldraðra. MYND/Stefán Karlsson

Félag eldri borgara í Reykjavík lýsir miklum vonbrigðum yfir 9% gjaldskrárhækkun á heimaþjónustu, félagsstarfi, fæði og þjónustugjöldum í þjónustuíbúðum eldri borgara í Reykjavík. Segir í tilkynningu frá félaginu að hækkunin muni éta upp leiðréttingu á kjörum eldri borgara vegna verðbólgu sem samþykkt var þann 1. júlí síðastliðinn.

 

 

 

Einnig undrast stjórn félagsins að slík ákvörðun sé tekin í ljósi þeirrar umræðu sem átt sér stað á undanförnum misserum um kjör þeirra eldri borgara sem eru verst settir. Félag eldri borgara í Reykjavík leggur þess vegna áherslu á að Velferðarráð Reykjavíkur endurskoði þessar gjaldskrárhækkanir með hliðsjón af framansögðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×