Innlent

Þór Jónsson lætur af störfum sem varafréttastjóri NFS

Þór Jónsson varafréttastjóri NFS hefur látið af störfum. Hann sagði í bréfi til starfsmanna að hann hefði ákveðið að halda á önnur mið eftir áralangt starf við fréttamennsku, enda hefði honum boðist starf sem veiti honum tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.

Þór hefur starfað við Fréttastofu Stöðvar tvö, síðar NFS, frá árinu 1990, með einu hléi 1992 - 1994.

"Þór fer héðan í fullri vinsemd og til marks um það verður hann áfram ráðgjafi fréttastjóra í völdum málum, " segir Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri NFS. "Við þökkum Þór Jónssyni fyrir frábær störf og viðkynningu á umliðnum árum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×