Innlent

Kennarar vilja endurskoða samninga

Kennarar glugga í kjarasamning rétt eftir að samkomulag náðist. Í honum stendur meðal annars að samninginn megi endurskoða eftir 1.sept. ef kjara- og efnahagsforsendur breytist.
Kennarar glugga í kjarasamning rétt eftir að samkomulag náðist. Í honum stendur meðal annars að samninginn megi endurskoða eftir 1.sept. ef kjara- og efnahagsforsendur breytist.

Kennarafélag Reykjavíkur segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga þó að efnahagsaðstæður hafi breyst. Heimild var fyrir því í kjarasamningum að endurskoða samninginn frá og með 1. september en fjórir fundir um samninginn hafa hingað til reynst árangurslausir.

Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur varar við því að bráðra aðgerða sé þörf, ella verði erfitt að skapa frið og sátt um skólastarf. Þá segir í ályktun af fundi stjórnarinnar að það sé "ekki ásættanlegt fyrir borgarbúa að borgarstjórn skýli sér á bak við samninganefnd sem hefur hvorki raunverulegt umboð til samninga né ber pólitíska ábyrgð, hana bera kjörnir borgarfulltrúar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×