Golf

Auðvelt hjá Woods

Tiger Woods hefur verið í algjörum sérflokki á árinu og vann auðveldan sigur á heimsmótinu í dag
Tiger Woods hefur verið í algjörum sérflokki á árinu og vann auðveldan sigur á heimsmótinu í dag NordicPhotos/GettyImages

Tiger Woods vann í dag auðveldan sigur á heimsmótinu í golfi sem fram fór á Englandi, en sigurinn var í raun aðeins formsatriði fyrir þennan ógnarsterka kylfing sem farið hefur á kostum á árinu.

Woods lét rigningar og þrumuveður ekki hafa áhrif á sig í dag og lauk keppni á 23 höggum undir pari - 8 höggum á undan þeim Ian Poulter frá Englandi og Adam Scott frá Ástralíu. Jim Furyk endaði í fjórða sætinu á 14 höggum undir pari, en enginn keppenda kom nokkru sinni nálægt því að ógna forskoti Tiger Woods.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×