Innlent

Fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og S-Kóreu öðlast gildi

Hinn 1. október næstkomandi öðlast fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu formlega gildi gagnvart Íslandi. Vonir standa til að samningurinn muni nýtast íslensku atvinnulífi vel, en hann kveður á um skilyrðislausa fríverslun með almennar framleiðsluvörur og leiðir til að fella niður tolla á flestum mikilvægustu útflutningsvörum Íslendinga á þessu markaðssvæði, t.d. sjávarafurðum, vélbúnaði, plastkerjum og plastbökkum.

EFTA-ríkin eru fyrst evrópskra ríkja til að undirrita fríverslunarsamning við Suður- Kóreu, en áður hafði Suður- Kórea gert fríverslunarsamninga við aðeins tvö ríki, Chile og Singapúr sem EFTA hefur einnig gert samninga við. Suður-Kórea er ellefta stærsta hagkerfi heims og þriðji stærsti útflytjandi Asíuríkja. Árið 2005 námu vöruviðskipti milli EFTAríkjanna og Suður-Kóreu rúmlega 3 milljörðum Bandaríkjadala sem er 11% aukning að nafnvirði frá árinu áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×