Golf

Falsaðar nektarmyndir af konu Woods í umferð

Tiger Woods
Tiger Woods NordicPhotos/GettyImages

Ameríski kylfingurinn Tiger Woods á nú í erfiðleikum með að einbeita sér að keppni á Ryder Cup mótinu, eftir að bresk og írsk blöð birtu í dag falsaðar nektarmyndir af konu hans sem höfðu verið í umferð á netinu.

"Þetta er algjörlega óásættanlegt og það er erfitt að halda ró sinni þegar annað eins sorp fer í umferð. Konan mín er órjúfanlegur hluti af mér og það er ótrúlegt að blöðin skuli leggjast svo lágt að prenta annað eins," sagði Woods, sem þó ætlar að gera allt sem hann getur til að láta þessa uppákomu ekki hafa áhrif á leik sinn á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×