Innlent

Vill prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík

Björn Bjarnason kemur til fundar í Valhöll, húsi Sjálfstæðismanna. Hann hefur tilkynnt að hann sækist eftir öðru sæti og þar með að leiða annað hvort í Reykjavík norður- eða suðurkjördæmi.
Björn Bjarnason kemur til fundar í Valhöll, húsi Sjálfstæðismanna. Hann hefur tilkynnt að hann sækist eftir öðru sæti og þar með að leiða annað hvort í Reykjavík norður- eða suðurkjördæmi. MYND/Daníel Rúnarsson

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ætlar að leggja það til á fulltrúaráðsfundi að röð á framboðslista flokksins í Alþingiskosningum skuli ákveðin með prófkjöri dagana 27. og 28. september. Prófkjörið verði opið öllum meðlimum flokksins sem búsettir eru í kjördæminu.

Fulltrúaráð fundar 19. september næstkomandi en ekki er búist við öðru en að ráðið samþykki tillögu stjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×