Innlent

Vestnorden í Laugardalshöll

Það er ekki bara ferðaþjónusta á Vestnorden kaupstefnunni heldur ýmis dæmigerður handiðnaður eins og skartgripagerð.
Það er ekki bara ferðaþjónusta á Vestnorden kaupstefnunni heldur ýmis dæmigerður handiðnaður eins og skartgripagerð. MYND/Stefán Jökull Ólafsson

Kaupstefnan Vestnorden, þar sem ferðaþjónustuaðilar og handverksmenn á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum kynna þjónustu sína og vörur, fer fram í Laugardalshöllinni í dag og stendur hún fram til hádegis á morgun. Hátt í 200 utanaðkomandi kaupendur geta þar kynnt sér möguleika í ferðaþjónustu á þessu svæði.

Kaupstefnan var sett í gærkvöld í tuttugasta og fyrsta skipti en hún er haldin til skiptis í aðildarlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×