Erlent

Ólæti í Þessalóníku

Stuðningsmenn nær gjaldþrota knattspyrnuliðs á Grikklandi ruddust inn á leikvöll liðsins í Þessaloníku í kvöld þar sem forsætisráðherra landsins var að flytja árlega ræðu sínum um efnahagsástandið í landinu.

Alþjóðleg kaupstefna er nú haldin á leikvangi PAOK. Um fimm þúsund stuðningsmenn liðsins mætti þar til að krefjast þess að stjórnvöld björguðu liði sínu frá gjaldþroti. Kröfugangan átti að fara friðsamlega fram ein einhverjir viðstaddra gripu til þess ráðs að kasta gróti, flöskum og logandi blysum að lögreglu og kveiktu auk þess í ruslatunnum á vellinum. Lögregla svaraði með táragasi og kom til  handalögmála. Minnst tíu voru handteknir. Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað alvarlega í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×