Innlent

Íslendingar björguðust úr flugvélarbraki

MYND/Oxfordmail

Tveir ungir Íslendingar björguðust á ótrúlegan hátt þegar eins hreyfils flugvél sem þeir voru í brotlenti skömmu eftir flugtak frá Oxford-flugvelli í gær. Flugvélin sjálf var í molum en Íslendingarnir tveir auk eins útlendings löbbuðu nær ómeiddir út úr brakinu og þykir það ganga kraftaverki næst.

Ungu mennirnir eru báðir í flugnámi í Englandi og voru að taka á loft með kennara þegar mótorinn drap á sér í flugtaki, eftir því sem móðir annars þeirra segir frá. Strákarnir varð óneitanlega brugðið en annars sér ekki á þeim nema marbletti og skrámur.

MYND/Oxfordmail
MYND/Oxfordmail
MYND/Oxfordmail
MYND/Oxfordmail
MYND/Oxfordmail



Fleiri fréttir

Sjá meira


×