Sport

Heimir Hallgrímsson tekinn við

Úr leik Vals og ÍBv á mánudag. Þar steinlágu Eyjamenn, töpuðu 5 - 0.
Úr leik Vals og ÍBv á mánudag. Þar steinlágu Eyjamenn, töpuðu 5 - 0.

Stjórn Knattspyrnudeildar ÍBV-íþróttafélags og Guðlaugur Baldursson hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi þeim sem er í gildi milli viðkomandi aðila að beiðni þess síðar nefnda. Heimir Hallgrímsson tekur við og stjórnaði hann fyrstu æfingu liðsins nú í kvöld.

Í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að Guðlaugur hafi talið sig kominn að ákveðnum lokapunkti við þjálfun liðsins og taldi því liðinu fyrir bestu að nýr maður yrði fenginnn til starfans.

"Knattspyrnudeild ÍBV virðir ákvörðun Guðlaugs og heiðarleika og þakkar honum frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Það hefur verið okkur sönn ánægja að starfa með Guðlaugi og við óskum honum alls hins besta í öllu því er hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni," segir í tilkynningu knattspyrnudeildar ÍBV.

Knattspyrnudeild ÍBV og Heimir Hallgrímsson hafa komist að samkomulagi um að Heimir taki við þjálfun liðsins út keppnistímabilið. Heimir hefur þegar tekið til starfa og er að stjórna æfingu þessa stundina.

ÍBV er í tíunda og neðsta sæti Landsbankadeidlar karla eftir 12 umferðir með 11 stig. Liðið hefur aðeins unnið 3 leiki, gert tvö jafntefli en tapað 7 leikjum. Í þ.eim sex umferðum sem eftir eru mæta Eyjamenn Grindavík, FH og Fylki á heimavelli en Víkingum, KR og ÍA á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×