Sport

McClaren tekinn við

Steve McClaren tók formlega við starfi sem hinn nýji landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu í gær, réttum mánuði eftir að liðið féll úr keppni í 8 liða úrslitum.

Fyrsta verk McClarens verður að velja nýjan fyrirliða en David Beckham ákvað eftir HM að hætta sem fyrirliði enska landsliðsins. McClaren segir að vænta megi breytinga frá því sem fyrir var en hann tekur við af Svíanum Sven Göran Erikson. Margir boltaspekingar óttast að McClaren muni ekki takast að ná meira út úr liðinu en Eriksson þar sem þeir unnu svo náið saman með liðið og þótti liðið valda vonbrigðum í keppninni.

"Ég er allt öðruvísi en Sven. Ég ætla að gera þetta á minn hátt. En ég verð dæmdur af verkum mínum svo ég hlakka til að takast á við þessa stóru áskorun." sagði Mc Claren.

Eftir að hafa valið nýjan fyrirliða, sem líklegast verður annað hvort John Terry eða Steven Gerrard, verður næsta þrep að koma liðinu í Evrópukeppnina árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×