Sport

Kubica fyrstur Pólverja til að keppa

Robert Kubica
Robert Kubica MYND/AP

Pólverjinn Robert Kubica, sem er tilraunaökuþór BMW Sauber liðsins, mun taka við stýrinu af Jacques Villeneuve í ungverska kappakstrinum sem fram fer á sunnudaginn. Hann verður fyrsti Pólverjinn til að keppa í Formúlu 1.

Villeneuve klessti bíl sinn í þýska kappakstrinum sem fram fór á sunnudaginn var, hann virtist ekki vera meiddur. Eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá honum, því BMW liðið tilkynnti um þátttöku Kubica í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×