Sport

Carlos fer hvergi

Carlos í leik með Real Madríd
Carlos í leik með Real Madríd MYND/Reuters

Roberto Carlos hefur lýst yfir áhuga sínum á því að vera áfram hjá stórliði Real Madríd. Það gerði hann eftir fund með nýja þjálfaranum Fabio Capello. Hann segist vilja vera hjá liðinu fram á sumarið 2008.

Með þessu bindur Carlos enda á þær sögusagnir að hann sé á leið frá félaginu. Þau lið sem nefnd hafa verið til sögunar sem hugsanlegir áfangastaðir hans hafa verið Chelsea og nú síðast Fenerbahce frá Tyrklandi.

"Capello hefur endurvakið metnað minn fyrir félagið, ég er ánægður með þetta. Ég tek það skýrt fram ég er ánægður og vil vera áfram," sagði Carlos eftir fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×