Erlent

Kakan verður ekki stækkuð

Íslendingar hafa meðal annars unnið gott starf í Malaví.
Íslendingar hafa meðal annars unnið gott starf í Malaví. MYND/AP

Ríkisstjórnin tekur þátt í að fella niður skuldir fátækustu landa heims við Alþjóðaframfarastofnunina. Framlag Íslands er þó ekki viðbót heldur verður það á kostnað annarrar þróunarsamvinnu.

Skuldir þróunarríkjanna við Vesturlönd eru einn helsti þröskuldurinn á vegi þeirra til framfara. Því var ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær um að taka þátt niðurfellingu skulda 38 fátækustu landanna við Alþjóðaframfarastofnunina, sem tilheyrir Alþjóðabankanum, en alls nemur kostnaðurinn við þetta tæpum þrjú þúsund milljörðum króna. Framlag Íslendinga verður 22,75 milljónir króna næstu tvö árin.

Hugmyndin með skuldaniðurfellingunni var upphaflega sú að iðnríkin tækju á sig auknar byrðar til að létta undir með þróunarlöndunum en það íslenska ríkisstjórnin hins vegar ekki ætla að gera.

Framlög Íslands til þróunarmála hafa aukist á undanförnum árum en þau eru í dag um 0,2% af þjóðarframleiðslunni. Þótt stefnt sé að því að auka þau enn frekar eigum við ennþá langt í land með að ná 0,7 markinu sem Sameinuðu þjóðirnar ætlast til að við náum. Þá eru framlög til friðargæslu og alþjóðastofnana svo dæmi séu tekin skilgreind sem þróunaraðstoð. Kakan sem er til skiptanna er því ekkert sérlega stór og eins og er stendur ekki til að bæta við hana að ráði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×